Lífið

Nicki Minaj með heyrnartól frá Beats by Dre

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Heyrnartól Nicki Minaj eru bleik, sem kemur aðdáendum hennar lítið á óvart.
Heyrnartól Nicki Minaj eru bleik, sem kemur aðdáendum hennar lítið á óvart.
Nicki Minaj hefur sett nafn sitt við nýja línu af heyrnartólum frá fyrirtækinu Beats by Dre. Liturinn á heyrnartólunum kom aðdáendum hennar lítið á óvart, því þau eru bleik. Nicki Minaj hefur greinilega mikinn áhuga á bleika litnum, því hann má finna í titli beggja breiðskífa hennar, sem bera titlana Pink Friday og Pink Friday:Roman Reloaded.

Hún hefur rappað um heyrnartólin í lögum sínum og var með minnstu útgáfuna af þeim í myndbandinu við lagið sitt High School.

Heyrnartólin eru komin í sölu í Bandaríkjunum.

Nicki Minaj er frá Trínidad, alin upp í Queenshverfi New York borgar og er með plötusamning við Young Money Entertainment sem er meðal annars í eigu Lil' Wayne.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.