Lífið

Rikka og Villi naglbítur toppa Hemma og Arnald

Jakob Bjarnar skrifar
Metsöluhöfundurinn Arnaldur Indriðason verður að láta sér lynda að vera í þriðja sæti. Hemmi er í því fjórða en Rikka og Villi eru á toppnum.
Metsöluhöfundurinn Arnaldur Indriðason verður að láta sér lynda að vera í þriðja sæti. Hemmi er í því fjórða en Rikka og Villi eru á toppnum.
Nýr Bóksölulisti Félags íslenskra bókaútgefenda, sem tekur til daganna 18. nóvember til 24. nóvember, leiðir það meðal annars í ljós að Friðrika Hjördís Geirsdóttir trónir þar á toppi lista með bókina Veisluréttir Hagkaups.

Það kemur ekki svo mjög á óvart en þessi bókaflokkur hefur verið á toppi lista öll undanfarin ár. En, athyglisvert er að Vilhelm Anton Jónsson er í öðru sæti með Vísindabók Villa. Í þriðja sæti er svo metsöluhöfundurinn Arnaldur Indriðason með Skuggasund og þá er röðin komin að Hemma Gunn: sonur þjóðar eftir Orra Pál Omrarsson. Í fimmta sæti er svo Guðni Ágústsson með Guðni : léttur í lund.

Topplistinn:

1. Veisluréttir HagkaupsFriðrika Hjördís Geirsdóttir

2. Vísindabók VillaVilhelm Anton Jónsson

3. SkuggasundArnaldur Indriðason

4. Hemmi Gunn : sonur þjóðarOrri Páll Ormarsson

5. Guðni : léttur í lundGuðni Ágústsson






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.