Lífið

Emmsjé Gauti vekur athygli í Úkraínu

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Emmsjé Gauti er greinilega vinsæll í Úkraínu.
Emmsjé Gauti er greinilega vinsæll í Úkraínu. Fréttablaðið/Anton Brink
Rapparinn Emmsjé gauti hefur vakið athygli í Úkraínu með grunsamlegum afleiðingum. „Í gær komu yfir 2000 heimsóknir frá Úkraínu og í dag fékk ég skilaboð um að ég ætti póstsendingu frá Úkraínu,“ segir Gauti.

Gauti fékk SMS skeyti í dag frá úkraínsku símanúmeri, þar sem fram kom sendinganúmer á póstsendingu sem var hjá Póstinum. Ekki var hægt að rekja hvaðan póstsendingin kom nákvæmlega, en þó er vitað að hún kom í gegnum London.

Hann sótti pakkann, sem vóg 1,2 kíló og ætlar sér að opna hann í beinni útsendingu í útvarpsþætti sínum sem ber heitið Kastalinn og er á útvarpsstöðinni Kiss FM, frá klukkan 16-18. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.