Lífið

Rauk af sviði á miðjum tónleikum

AFP/NordicPhotos
Rapparinn Lupe Fiasco rauk af sviði á tónleikum sínum í Salt Lake City í Utah í Bandaríkjunum á laugardagskvöldið þegar áhorfandi henti í hann tómat.

Áður en hann fór af sviðinu kallaði hann konuna sem henti tómatnum „feita, hvíta tík.“

Myndband af atburðinum fylgir hér að neðan, en glöggir geta séð þegar hann fær tómatinn í sig eftir um það bil eina mínútu og tólf sekúndur. Hann er þá í miðjum flutningi á laginu Kick, Push, einn þekktasti smellur rapparans.

Skjáskot úr myndbandinu





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.