Lífið

Ný dama í spilunum

American Idol-kynnirinn Ryan Seacrest, 38 ára, sást spóka sig um með ljóshærðri konu í Úrúgvæ síðustu helgi.

Sú heppna heitir Shayna Terese Taylor, 38 ára, og er fyrirsæta og einkaþjálfari. Turtildúfurnar fengu sér hádegismat á staðnum La Huelle og sóluðu sig svo aðeins.

Ryan hætti með dansaranum Julianne Hough í mars á þessu ári og sló sér upp í stuttan tíma með fyrirsætunni Dominique Piek í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.