Innlent

Eldur í uppþvottavél

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu í gærkvöldi um að reyk legði frá uppþvottavél í íbúð í fjölbýlishúsi í Árbæjarhverfi. Skömmu síðar hringdi húsráðandi aftur og sagði að eldur væri gosinn upp. Þegar slökkviliðið kom á vettvang hafði hann náð að læsa sig í innréttingu og var töluverður reykur inni í íbúðinni. Slökkvistarf gekk vel og íbúðin reykræst, en engum varð meint af reyk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×