Innlent

Goðafoss kominn til Færeyja

Hætt var í gærkvöldi við að flutningaskipið Goðafoss héldi áfram siglingu sinni til Íslands, eftir brunan þar um borð í gærmorgun, vegna aftaka veðurs á siglingaleiðinni hingað.

Skipinu var snúið til Færeyja þangað sem það kom í nótt. Að líkindum munu sérfræðingar skoða skipið þar og er óljóst hvenær það kemur til landsins. Vonsku veður er umhverfis allt landið og aðeins umþaðbil hundrað stór fiskiskip á sjó. Flest þeirra liggja í vari , meðal annars undir Grænuhlíð við Ísafjarðardjúp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×