Innlent

Gunnar ætlar að stíga til hliðar

Gunnar Sigurðsson, oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Akraness, hefur ákveðið að stíga til hliðar að loknu kjörtímabili. Hann ætlar ekki að gefa kost á sér aftur í bæjarstjórnarkosningunum næsta vor.

Á vef Skessuhorns segir að hann hafi tilkynnt formanni fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akranesi ákvörðun sína í gær.

„Ég held að þetta sé orðið gott eftir 20 ár í bæjarstjórn og tími til kominn að aðrir taki við keflinu,“ er haft eftir Gunnar á vef Skessuhorns. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×