Innlent

Vilja fresta nauðungarsölum og innheimtuaðgerðum

Höskuldur Kári Schram skrifar
Ögmundur Jónasson.
Ögmundur Jónasson.
Þrír þingmenn Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að öllum innheimtuaðgerðum og nauðungarsölum verði frestað þangað til niðurstaða liggur fyrir varðandi skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar.

Ögmundur Jónasson, Árni Þór Sigurðsson og Bjarkey Gunnarsdóttir eru flutningsmenn tillögunnar.

Í greinargerð með tillögunni segir að mikil óvissa ríki nú um boðaðar skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Fyrir fólk sem er komið í greiðsluþrot eða við það að missa heimili sitt skipti sköpum að fá boðaðar úrlausnir sem allra fyrst. Ef úrræði ríkisstjórnarinnar ganga eftir gæti ákveðinn hópur fengið lausn sinna mála án greiðsluerfiðleikaúrræða, svo sem greiðsluaðlögunar eða gjaldþrots. Þess vegna sé nauðsynlegt að fresta öllum innheimtuaðerðum og nauðungarsölum þangað til endanleg niðurstaða liggur fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×