Innlent

Ásmundur ráðinn sem aðstoðarmaður forsætisráðherra

Samúel Karl Ólason skrifar
Ásmundur Einar Daðason, Alþingismaður, formaður hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar og aðstoðarmaður forsætisráðherra.
Ásmundur Einar Daðason, Alþingismaður, formaður hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar og aðstoðarmaður forsætisráðherra. Mynd/GVA
Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður og formaður hagræðingarhópsins, hefur verið ráðinn sem aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra. Ásmundur mun starfa samhliða Jóhannesi Þór Skúlasyni, núverandi aðstoðarmanni forsætisráðherra.

Í tilkynningu segir að um tímabundna ráðningu sé að ræða og Ásmundur muni m.a. halda utan um ýmis verkefni sem forsætisráðherra vinnur að. Einnig mun hann sjá um að samhæfa verkefni milli ráðuneyta og fylgja eftir tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar.

Hann mun áfram sinna þingstörfum og mun hvorki þiggja laun né önnur fríðindi fyrir störf sín fyrir forsætisráðherra. Ásmundur mun hefja störf frá og með deginum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×