Mjólkurfyrirtækin leiða neytendur á villigötur Heimir Már Pétursson skrifar 12. nóvember 2013 16:44 Elín Hirst biður íslensk fyrirtæki á sviði mjólkuriðnaðar að hugsa sinn gang. mynd/valli Elín Hirst þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti áhyggjum á Alþingi í dag af því magni sykurs sem settur væri í ýmsar mjólkurvörur sem sérstaklega væri ætlað að höfða til barna. Hún teldi að Mjólkurfyrirtækin væru að leiða neytendur á villigötur. „Mig langar að taka undir þá gagnrýni sem fram hefur komið á mjólkurfyrirtækin í landinu, sem framleiða mat sem sérstaklega höfðar til barna,“ sagði Elín í umræðum um störf þingsins. Þar ætti hún sérstaklega við jógúrt ýmis konar og tengdar afurðir. Þessar vörur væru í ákaflega flottum og sölulegum umbúðum. „Sérstaklega hönnuðum fyrir börn. Til dæmis heitir ein þeirra hreint út sagt Skólajógúrt. En þegar maður bragðar á þessum matvörum eiga þær lítið skylt við þá súrmjólk eða það hreina skyr sem ég borðaði alla vega með bestu lyst sem krakki. En þá var reyndar boðið upp á lítið annað,“ sagði Elín. Þótt ekki hafi allt verið hollt og gott í gamla daga, hefði hún áhyggjur af heilsu barna miðað við það sem þau nærðust á. Sykurmagnið í þessum vörum sem gjarnan væru tengdar við hollustu væri mjög mikið. „Þarna tel ég að verið sé að leiða neytendur á villigötur og ég hef áhyggjur af börnunum okkar sérstaklega í þessu sambandi. Og ég bið íslensk fyrirtæki á sviði mjólkurafurða að hugsa sinn gang og venda sínu kvæði almennilega í kross og bjóða börnum jafnt sem fullorðnum upp á hollari og betri mat og burt með allan þennan sykur,“ sagði Elín Hirst þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Elín Hirst þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti áhyggjum á Alþingi í dag af því magni sykurs sem settur væri í ýmsar mjólkurvörur sem sérstaklega væri ætlað að höfða til barna. Hún teldi að Mjólkurfyrirtækin væru að leiða neytendur á villigötur. „Mig langar að taka undir þá gagnrýni sem fram hefur komið á mjólkurfyrirtækin í landinu, sem framleiða mat sem sérstaklega höfðar til barna,“ sagði Elín í umræðum um störf þingsins. Þar ætti hún sérstaklega við jógúrt ýmis konar og tengdar afurðir. Þessar vörur væru í ákaflega flottum og sölulegum umbúðum. „Sérstaklega hönnuðum fyrir börn. Til dæmis heitir ein þeirra hreint út sagt Skólajógúrt. En þegar maður bragðar á þessum matvörum eiga þær lítið skylt við þá súrmjólk eða það hreina skyr sem ég borðaði alla vega með bestu lyst sem krakki. En þá var reyndar boðið upp á lítið annað,“ sagði Elín. Þótt ekki hafi allt verið hollt og gott í gamla daga, hefði hún áhyggjur af heilsu barna miðað við það sem þau nærðust á. Sykurmagnið í þessum vörum sem gjarnan væru tengdar við hollustu væri mjög mikið. „Þarna tel ég að verið sé að leiða neytendur á villigötur og ég hef áhyggjur af börnunum okkar sérstaklega í þessu sambandi. Og ég bið íslensk fyrirtæki á sviði mjólkurafurða að hugsa sinn gang og venda sínu kvæði almennilega í kross og bjóða börnum jafnt sem fullorðnum upp á hollari og betri mat og burt með allan þennan sykur,“ sagði Elín Hirst þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira