Innlent

Lóa litla er enn týnd

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
"Ég biðla til fólks að leita í kjöllurum og skúrum, einhversstaðar þar sem hún gæti hafa farið inn.“
"Ég biðla til fólks að leita í kjöllurum og skúrum, einhversstaðar þar sem hún gæti hafa farið inn.“
Lóa, litli Chihuahua hvolpurinn sem fældist burtu frá fólkinu sem hún var með um helgina, er enn týnd. Sigurbjörg Vignisdóttir, eigandi Lóu, fékk símhringingu í morgun frá konu sem býr rétt við Háskóla Íslands og sagðist halda að hún hefði séð lítinn hvolp á svæðinu. Sigurbjörg brást strax við og mætti á svæðið og leitaði þar í sjö klukkutíma að hvolpinum án árangurs.

Lóa var að leika við annan hund niðri við Ægisíðu þegar þriðji hundurinn kom að og þá fældist Lóa litla frá. Hún sást hlaupa upp Dunhaga í Vesturbænum, en síðan hefur ekkert til hennar frést.

Lóa var ekki í taumi þegar hún fældist á brott. Sigurbjörg hafi lánað annarri fjölskyldu hann til þess að leyfa Lóu og annarri tík að leika saman. Lóa var því ekki sjálf með hana þegar hún hljóp í burtu.

Sigurbjörg segir að auðvitað sé um dómgreindarleysi þeirra sem voru með hana sé að ræða að hafa hana ekki í taumi. „Ég er ekki að reyna að finna neinn sökudólg, þetta bara gerðist og aðaláherslan hjá mér er að finna hana.“

„Ég biðla til fólks að leita í kjöllurum og skúrum, einhversstaðar þar sem hún gæti hafa farið inn. Fjöldi fólks hefur verið að leita að henni í þrjá daga og því held ég og vona að hún hafi farið einhversstaðar inn,“ segir Sigurbjörg.

Síminn hjá Sigurbjörgu er 660-1345




Fleiri fréttir

Sjá meira


×