Innlent

Vesturbærinn kominn í netsamband á ný

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
mynd/Hari
Viðgerð á tveimur ljósleiðurum sem fóru í sundur í dag við Grandaveg í Vesturbæ Reykjavíkur er lokið. Íbúar í Vesturbænum ættu því allir að vera komnir í netsamband segir Bjarki Guðmundsson, rekstrarstjóri Gangaveitu Reykjavíkur.

Ljósleiðarnir fóru í sundur rétt fyrir klukkan þrjú í dag og hafði það í för með sér að þjónusta við viðskiptavini norðan Kapalskjólsvegar og út að Keilugranda lá niðri í tæpar sex klukkustundir.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×