Fimmtán orð tilnefnd í leitinni að ljótasta orðinu Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 13. nóvember 2013 07:30 Það eru þeir félagarnir Viktor Orri Valgarðsson stjórnmálafræðingur og Garðar Þór Þorkelsson, meistaranemi í hagnýtri menningarmiðlun, sem standa fyrir leitinni. mynd/Marínó Flóvent Leitin að ljótasta orðinu stendur yfir þessa dagana. Hægt er að velja um ljótasta orðið á Facebook síðu leitarinnar, þar til á miðnætti 15. nóvember, eins og fram hefur komið á Vísi. Það eru þeir félagarnir Viktor Orri Valgarðsson stjórnmálafræðingur og Garðar Þór Þorkelsson, meistaranemi í hagnýtri menningarmiðlun, sem standa fyrir leitinni. „Okkur fannst það liggja beint við að leita að ljótasta orðinu, þetta er bara hin hliðin,“ segir Viktor. En leitin að fegursta orði íslenskrar tungu hefur staðið yfir síðan í október. Fegursta orðið hefur nú verið kynnt og eins og fram hefur komið var orðið Ljósmóðir fyrir valinu. Þeir félagar segja að það hafi verið áhugavert að velta því fyrir sér hvaða orð séu ljót og hvað það sé sem gerir eitt orð ljótara en annað. „Fyrst fannst okkur þetta bara fyndið og settum þessa síðu upp en svo vatt þetta upp á sig, rosalega hratt,“ segir Garðar. Hann segir að þeir hafi smám saman uppgötvað nýjar og skemmtilegar hliðar á málinu. Til dæmis hvað það sé snúið mál að skilgreina ljótleika og hvað ljótleiki sé áhugaverður í sjálfu sér. Hann segir að þeir hafi reynt að velja saman ólíkar tegundir orða, en þeir völdu fimmtán orð sem fólk getur nú valið á milli. Þeim bárust 630 orð vegna leitarinnar. Viktor segir að þeir hafi reynt að setja saman ákveðna flokka, ljót orð yfir líkamshluta, ljót orð yfir hljóð, óþægilega samsett orð, kjánaleg nýyrði, fagheiti og úrelt orð. Hann segir að ljótleikinn hafi öðlast nokkuð rómantíska merkingu í huga hans síðan og Garðar tekur undir. Þeir hafa velt þessu mikið fyrir sér og komist að þeirri niðurstöðu að ljótleiki sé ekki endilega skortur á fegurð. Það sé eitthvað umfram fegurðarskort sem geri orð ljót. Segjast þeir hafa haft mjög gaman af því að velta þessu öllu saman fyrir sér. Aðspurðir hvað þeim finnst um að orðið ljósmóðir hafi verið valið fegursta orðið eru þeir sammála um að orðið sé fallegt. Það hafi þó verið nokkuð fyrirsjáanlegt að þetta orð myndi vinna. Persónulega hafi þeim til dæmis þótt orðin sindrandi og hugfanginn fallegri en líka orðið jæja, sem sé skemmtilega ljótt orð. Orðin sem hægt er að velja á milli í leit þeirra félaga eru: Gardína, geirvarta, hrææta, íðorð, legslímuflakk, líkþorn, mjöðm, mótþróaþrjóskuröskun, náriðill, ófrísk, slabb, verg, úlnliður, þátttaka og þúsöld. Þeir ætla að kynna hvaða orð hlaut flest atkvæði á degi íslenskrar tungu. Þeir bjuggust við að fegursta orðið yrði kynnt þá. Þeir munu afhenda þeim sem á tillöguna að því orði sem verður valið eitthvað ljótt í verðlaun. Afhending verðlaunanna og kynning á ljótasta orðinu fer fram á laugardaginn næsta í „holu íslenskra fræða.“ Með því segjast þeir eiga við staðinn þar sem hús íslenskra fræða átti að rísa en þar sé nú bara risastór gjá. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn Sjá meira
Leitin að ljótasta orðinu stendur yfir þessa dagana. Hægt er að velja um ljótasta orðið á Facebook síðu leitarinnar, þar til á miðnætti 15. nóvember, eins og fram hefur komið á Vísi. Það eru þeir félagarnir Viktor Orri Valgarðsson stjórnmálafræðingur og Garðar Þór Þorkelsson, meistaranemi í hagnýtri menningarmiðlun, sem standa fyrir leitinni. „Okkur fannst það liggja beint við að leita að ljótasta orðinu, þetta er bara hin hliðin,“ segir Viktor. En leitin að fegursta orði íslenskrar tungu hefur staðið yfir síðan í október. Fegursta orðið hefur nú verið kynnt og eins og fram hefur komið var orðið Ljósmóðir fyrir valinu. Þeir félagar segja að það hafi verið áhugavert að velta því fyrir sér hvaða orð séu ljót og hvað það sé sem gerir eitt orð ljótara en annað. „Fyrst fannst okkur þetta bara fyndið og settum þessa síðu upp en svo vatt þetta upp á sig, rosalega hratt,“ segir Garðar. Hann segir að þeir hafi smám saman uppgötvað nýjar og skemmtilegar hliðar á málinu. Til dæmis hvað það sé snúið mál að skilgreina ljótleika og hvað ljótleiki sé áhugaverður í sjálfu sér. Hann segir að þeir hafi reynt að velja saman ólíkar tegundir orða, en þeir völdu fimmtán orð sem fólk getur nú valið á milli. Þeim bárust 630 orð vegna leitarinnar. Viktor segir að þeir hafi reynt að setja saman ákveðna flokka, ljót orð yfir líkamshluta, ljót orð yfir hljóð, óþægilega samsett orð, kjánaleg nýyrði, fagheiti og úrelt orð. Hann segir að ljótleikinn hafi öðlast nokkuð rómantíska merkingu í huga hans síðan og Garðar tekur undir. Þeir hafa velt þessu mikið fyrir sér og komist að þeirri niðurstöðu að ljótleiki sé ekki endilega skortur á fegurð. Það sé eitthvað umfram fegurðarskort sem geri orð ljót. Segjast þeir hafa haft mjög gaman af því að velta þessu öllu saman fyrir sér. Aðspurðir hvað þeim finnst um að orðið ljósmóðir hafi verið valið fegursta orðið eru þeir sammála um að orðið sé fallegt. Það hafi þó verið nokkuð fyrirsjáanlegt að þetta orð myndi vinna. Persónulega hafi þeim til dæmis þótt orðin sindrandi og hugfanginn fallegri en líka orðið jæja, sem sé skemmtilega ljótt orð. Orðin sem hægt er að velja á milli í leit þeirra félaga eru: Gardína, geirvarta, hrææta, íðorð, legslímuflakk, líkþorn, mjöðm, mótþróaþrjóskuröskun, náriðill, ófrísk, slabb, verg, úlnliður, þátttaka og þúsöld. Þeir ætla að kynna hvaða orð hlaut flest atkvæði á degi íslenskrar tungu. Þeir bjuggust við að fegursta orðið yrði kynnt þá. Þeir munu afhenda þeim sem á tillöguna að því orði sem verður valið eitthvað ljótt í verðlaun. Afhending verðlaunanna og kynning á ljótasta orðinu fer fram á laugardaginn næsta í „holu íslenskra fræða.“ Með því segjast þeir eiga við staðinn þar sem hús íslenskra fræða átti að rísa en þar sé nú bara risastór gjá.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn Sjá meira