Innlent

Dýrasti demantur heims seldist á uppboði

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Mynd/Sky News
Bleikur demantur, sem kallaður hefur verið Bleika stjarnan, seldist á uppboði Sotheby‘s í dag á 51,7 milljón punda eða sem svarar til um 10, 2 milljörðum íslenskra króna. Er þetta söluhæsti demantur sem selst hefur í heiminum. Demanturinn er 59.60 karöt og er tvöfalt stærri en næsti sinnar tegundar.

Ekki er enn vitað hver það var sem keypti gripinn en sá sem bauð í demantinn í dag sagði fréttamönnum að demanturinn væri ekki handa sér. Sérfræðingar segja að fjárfestar kaupi gjarnan demanta eða aðra skartgripi í óljósu efnahagsástandi líkt og því sem ríkir í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×