Innlent

Goðafoss í viðgerð í Færeyjum

Gissur Sigurðsson skrifar
mynd/landhelgisgæslan
Unnið er að viðgerð á flutningaskipinu Goðafossi, þar sem það er statt í Þórshöfn í Færeyjum eftir eldinn, sem þar kviknaði um borð fyrir helgi. Ekki hefur verið staðfest hvað olli íkveikjunni og ekki liggur fyrir hversu mikið tjónið er.

Annað skip Eimskipa verður sent til Færeyja til að sækja farminn úr Goðafossi og flytja hingað til lands. Það mun væntanlega koma til Reykjavíkur á mánudag. Í farminum er einkum dagvara fyrir verslanir, og er farmurinn óskemmdur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×