Innlent

Fjórir hermenn fórust á æfingu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Mynd/AFP
Fjórir bandarískir landgönguliðar létust í gær í sprengingu á herstöð í suðurhluta Kalíforníuríkis. Mennirnir voru að hreinsa upp sprengjur sem ekki höfðu sprungið á æfingavelli á stöðinni þegar ein þeirra sprakk með þeim afleiðingum að þeir létust. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem slíkut atburður á sér stað en í mars á þessu ári fórust fjórir landgönguliðar í Nevada með svipuðum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×