Innlent

Eldsvoði í strætisvagni í morgun

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Strætisvagninn er gjörónýtur eftir eldinn.
Strætisvagninn er gjörónýtur eftir eldinn. Mynd/Harpa Þorsteinsdóttir
Eldur kom upp í strætisvagni á leið 28 við Aðalþing í Kópavogi um klukkan 11.40 í morgun.

Vagnstjóra sakaði ekki og komst hann heill á húfi út úr vagninum. Enginn farþegi var um borð í bílnum.

Eldsupptök eru ókunn og hefur slökkviliðið náð að ráða niðurlögum eldsins.

Að sögn Kolbeins Óttarssonar Proppé, upplýsingafulltrúa Strætó bs., er vagninn gjörónýtur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×