Ríkisstjórnin sökuð um afturhvarf til pólitískra afskipta af ríkisfyrirtækjum Heimir Már Pétursson skrifar 14. nóvember 2013 14:54 Stjórnarandstaðan sakar fjármálaráðherra um pólitísk afskipti af stjórnum ríkisfyrirtækja. Ríkisstjórnin var sökuð um afturhvarf til pólitískra afskipta af stjórnum ríkisfyrirtækja á Alþingi í dag. Iðnaðarráðherra þrýsti á Landsvirkjun um orkusölu til stóriðju og fjármálaráðherra hyggðist skipta út stjórnum ríkisfyrirtækja áður en skipunartími stjórnarmanna væri runninn út. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna upplýsti á Alþingi í morgun að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefði skrifað formönnum stjórnmálaflokkanna og óskað eftir tilnefningum fulltrúa í stjórn nokkurra ríkisfyrirtækja eins og Landsvirkjunar. Óvenjulegt væri að skipta um stjórnarmenn áður en skipunartími rennur út. Bjarni sagði hins vegar alvanalegt að skipta um stjórnarmenn samhliða ríkisstjórnarskiptum. „Ég man ekki betur en að háttvirtur þingmaður sem ber upp fyrirspurnina hafi t.d. skipt um stjórn í Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) áður en skipunartími þeirrar stjórnar rann út á sínum tíma árið 2009,“ sagði fjármálaráðherra. „Ég verð nú aðeins að leiðrétta hæstvirtan ráðherra því það er auðvitað mismunandi milli félaga og stofnana hvernig þessu er háttað. Í tilviki Lánasjóðs íslenskra námsmanna stendur beinlínis í lögum að skipunartími stjórnar fylgi skipunartíma ráðherra,“ svaraði formaður Vinstri grænna og fyrrverandi menntamálaráðherra. Þetta eigi ekki við um stjórnir fyrirækja eins og Landsvirkjunar. Eðlilegast væri að skipunartími fengi að renna sitt skeið. „Því það er ekki laust við að maður óttist að hér sé enn eitt afturhvarfið á ferð, afturhvarfið sem er eiginlega orðið nýtt vörumerki þessarar ríkisstjórnar. Afturhvarf til aukinna flokkspólitískra taka á stjórnum félaga og fyrirtækja,“ sagði Katrín. Og Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar gagnrýndi framgöngu iðnaðar- og viðskiptaráðherra á haustfundi Landsvirkjunar í gær, sem væri afturhvarf til fyrri tíma. „Sendir þau skilaboð til gagnaðila að stjórnendur Landsvirkjunar séu í þröngri stöðu. Erfiðri samningsstöðu með mikinn pólitískan þrýsting á bakinu um að lækka verðið nógu mikið til að verkefni fáist,“ sagði Helgi. Fjármálaráðherra þakkaði Helga brýninguna. Hann og Helgi deildu þeirri skoðun að Landsvirkjun væri rekin með arðsemis- og langtímasjónarmið að leiðarljósi. Eigendastefna Landsvirkjunar væri í fullu gildi. Þessum orðum ráðherra fagnaði Helgi. „Ég ætla að árétta það héðan úr ræðustólnum gagnvart viðsemjendum okkar að krafan í samningum Landsvirkjunar um sölu á orku er krafa um arðsemi. Og ég ætla að kalla það hreina örvæntingu hjá hæstvirtum iðnaðarráðherra að hrauna yfir stjórnendur Landsvirkjunar á opinberum fundi,“ sagði Helgi Hjörvar. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
Ríkisstjórnin var sökuð um afturhvarf til pólitískra afskipta af stjórnum ríkisfyrirtækja á Alþingi í dag. Iðnaðarráðherra þrýsti á Landsvirkjun um orkusölu til stóriðju og fjármálaráðherra hyggðist skipta út stjórnum ríkisfyrirtækja áður en skipunartími stjórnarmanna væri runninn út. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna upplýsti á Alþingi í morgun að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefði skrifað formönnum stjórnmálaflokkanna og óskað eftir tilnefningum fulltrúa í stjórn nokkurra ríkisfyrirtækja eins og Landsvirkjunar. Óvenjulegt væri að skipta um stjórnarmenn áður en skipunartími rennur út. Bjarni sagði hins vegar alvanalegt að skipta um stjórnarmenn samhliða ríkisstjórnarskiptum. „Ég man ekki betur en að háttvirtur þingmaður sem ber upp fyrirspurnina hafi t.d. skipt um stjórn í Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) áður en skipunartími þeirrar stjórnar rann út á sínum tíma árið 2009,“ sagði fjármálaráðherra. „Ég verð nú aðeins að leiðrétta hæstvirtan ráðherra því það er auðvitað mismunandi milli félaga og stofnana hvernig þessu er háttað. Í tilviki Lánasjóðs íslenskra námsmanna stendur beinlínis í lögum að skipunartími stjórnar fylgi skipunartíma ráðherra,“ svaraði formaður Vinstri grænna og fyrrverandi menntamálaráðherra. Þetta eigi ekki við um stjórnir fyrirækja eins og Landsvirkjunar. Eðlilegast væri að skipunartími fengi að renna sitt skeið. „Því það er ekki laust við að maður óttist að hér sé enn eitt afturhvarfið á ferð, afturhvarfið sem er eiginlega orðið nýtt vörumerki þessarar ríkisstjórnar. Afturhvarf til aukinna flokkspólitískra taka á stjórnum félaga og fyrirtækja,“ sagði Katrín. Og Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar gagnrýndi framgöngu iðnaðar- og viðskiptaráðherra á haustfundi Landsvirkjunar í gær, sem væri afturhvarf til fyrri tíma. „Sendir þau skilaboð til gagnaðila að stjórnendur Landsvirkjunar séu í þröngri stöðu. Erfiðri samningsstöðu með mikinn pólitískan þrýsting á bakinu um að lækka verðið nógu mikið til að verkefni fáist,“ sagði Helgi. Fjármálaráðherra þakkaði Helga brýninguna. Hann og Helgi deildu þeirri skoðun að Landsvirkjun væri rekin með arðsemis- og langtímasjónarmið að leiðarljósi. Eigendastefna Landsvirkjunar væri í fullu gildi. Þessum orðum ráðherra fagnaði Helgi. „Ég ætla að árétta það héðan úr ræðustólnum gagnvart viðsemjendum okkar að krafan í samningum Landsvirkjunar um sölu á orku er krafa um arðsemi. Og ég ætla að kalla það hreina örvæntingu hjá hæstvirtum iðnaðarráðherra að hrauna yfir stjórnendur Landsvirkjunar á opinberum fundi,“ sagði Helgi Hjörvar.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira