Innlent

Vettel fremstur á ráspól í Texas

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sebastian Vettel.
Sebastian Vettel. Nordic Photos / Getty Images
Sebastian Vettel náði besta tímanum í tímatökum fyrir bandaríska kappaksturinn í Formúlu 1 í Texas í dag.

Vettel hrifsaði efsta sætið af Mark Webber, liðsfélaga hans hjá Red Bull, á síðasta hring tímatökunnar. Romain Grosjean á Lotus náði svo þriðja besta tímanum.

Vettel tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Formúlunni í lok síðasta mánaðar og getur á morgun bætt met með því að vinna sitt áttunda mót í röð.

Fernando Alonso náði sínum besta árangri í nokkurn tíma en Ferrari-ökuþórinn verður sjötti frá ráspólnum á morgun.

Fyrr í vikunni var greint frá því að Kimi Raikkönen, ökumaður Lotus, myndi ekki taka þátt í síðustu tveimur mótum ársins þar sem hann þarf að fara í aðgerð vegna langvarandi bakmeiðsla.

Heikki Kovalainen, sem tók sæti hans í Lotus-liðinu í dag, náði góðum árangri er hann varð áttundi í tímatökunum í dag. Kovalainen og Raikkönen eru báðir Finnar en sá síðarnefndi mun ganga til liðs við Ferrari fyrir næsta tímabil.

Jenson Button, McLaren, varð þrettándi í dag en verður færður aftur um þrjú sæti fyrir að hunsa rauð flögg á æfingu á föstudaginn.

Efstu tíu í tímatökunum:

1. Sebastian Vettel, Red Bull

2. Mark Webber, Red Bull

3. Romain Grosjean, Lotus

4. Nico Hulkenberg, Sauber

5. Lewis Hamilton, Mercedes

6. Fernando Alonso, Ferrari

7. Sergio Perez, McLaren

8. Heikki Kovalainen, Lotus

9. Valtteri Bottas, Williams

10. Esteban Gutierrez, Sauber




Fleiri fréttir

Sjá meira


×