Innlent

Sex gistu fangageymslu lögreglu í nótt

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Lögreglan segir að vaktin hafi verið frekar róleg en þó hafi verið nokkur erill vegna hávaða í heimahúsum og vegna ölvunar og smá pústra í miðbænum.
Lögreglan segir að vaktin hafi verið frekar róleg en þó hafi verið nokkur erill vegna hávaða í heimahúsum og vegna ölvunar og smá pústra í miðbænum. mynd/Pjetur Sigurðsson
Sex ökumenn voru teknir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna í nótt. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að einn þessara ökumanna hafi þurft að gista fangageymslur. Sá ók á umferðarljós og verður yfirheyrður síðar í dag.

Lögreglan segir að vaktin hafi verið frekar róleg en þó hafi verið nokkur erill vegna hávaða í heimahúsum og vegna ölvunar og smá pústra í miðbænum.

Lögreglunni var kynnt um slys á veitingastað í miðborginni um klukkan fjögur í nótt. Kona slasaðist en ekki liggja fyrir frekar upplýsingar um málið eins og stendur.

Um klukkan fimm var svo tilkynnt um tvö umferðaróhöpp. Annað við Stekkjarbakka, þar hafði bifreið verið ekið á ljósastaur. Engin slys urðu á fólki en talsvert eignatjón. Hitt var við Breiðholtsbraut en þar hafði bifreið ekið á vegg og var eitthvað skemmd.

Samtals gistu sex manns fangageymslu lögreglu, tveir vegna ölvunar og fjórir sem þurfa í skýrslutöku síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×