Innlent

Þrumur og eldingar í nótt - Sendar skemmdust

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Eldingar koma úr skýjum sem dæla þeim úr sér. "Orðatiltækið "að koma eins og þruma úr heiðskýru lofti“ er líklega komið frá því. En þrumur og eldingar geta aldrei komið úr heiðskýru lofti,“ segir veðurfræðingur.
Eldingar koma úr skýjum sem dæla þeim úr sér. "Orðatiltækið "að koma eins og þruma úr heiðskýru lofti“ er líklega komið frá því. En þrumur og eldingar geta aldrei komið úr heiðskýru lofti,“ segir veðurfræðingur. mynd/AFP
„Ein elding sást frá Veðurstofu Íslands klukkan 5:40 í nótt. Veðurfræðingur á næturvakt sá eldinguna og það er eina staðfestigin sem við höfum um eldingu,“ sagði veðurfræðingur á Veðurstofu  í samtali við fréttastofu.

Eldingu sló niður í loftnet leigubílastöðvarinnar BSR sem er á þaki Hótel Sögu. Samkvæmt upplýsingum frá BSR skemmdust sendar þeirra og Hreyfils. Viðgerð stendur yfir en ekki liggur fyrir hvenær þeim lýkur. „Við erum að keyra á varastöð,“ sagði starfsmaður BSR í samtali við fréttastofu.

„Við urðum ekki var við neitt hér á Hótel Sögu,“ segir Ísey Þorgrímsdóttir, aðstoðar hótelstjóri á Hótel Sögu. „Það hefur ekkert bilað hér.“

„Við höfum frétt af fólki sem segist hafa séð eldingu, en hvort það sé sú sama vitum við ekki,“ segir veðurfræðingur.

Veðurstofan er með kerfi sem á að nema eldingar en veðurfræðingurinn segir að það komi alltaf fyrir öðru hvoru að kerfið nemi ekki eldingar. Því sé ekki ljóst um hversu margar eldingar sé að ræða eða nákvæma tímasetningu.

Það getur verið erfitt að sjá eldingar en fólk getur heyrt þrumurnar sem þeim fylgja í talsverðri fjarlægð. Það fer þá eftir því hversu langt frá eldingunni fólkið er hvenær það heyrir hljóðið.

Eldingar koma úr skýjum sem dæla þeim úr sér. „Orðatiltækið „að koma eins og þruma úr heiðskíru lofti“ er líklega komið frá því. En þrumur og eldingar geta aldrei komið úr heiðskíru lofti,“ segir veðurfræðingurinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×