Innlent

Þrettán ára í vímu á stolnum bíl

Gissur Sigurðsson skrifar
mynd úr safni
Þrettán ára piltur var handtekinn í Reykjavík á þriðja tímanum í nótt eftir að hafa ekið stolnum bíl í gegnum girðingu á eyju á Miklubrautinni og stungið af, en bíllinn var óökufær.

Lögregla hafði uppi á honum þar sem hann var að reyna að stela öðrum bíl. Kom þá í ljós að hann var undir áhrifum fíkniefna og var hann vistaður á viðeigandi stað í samráði við barnavernd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×