Innlent

Sögðust vera vopnaðir og rændu bíl af manni á Hverfisgötu

Gissur Sigurðsson skrifar
Atvikið átti sér stað nærri lögreglustöðinni á Hverfisgötu.
Atvikið átti sér stað nærri lögreglustöðinni á Hverfisgötu.
Maður var rændur bíl sínum í Reykjavík á ellefta tímanum í gærkvöldi. Þegar hann var staddur nærri lögreglustöðinni við Hverfisgötu, stoppaði hann fyrir manni, sem hann þekkti og tók hann upp í bílinn.

Í sömu andrá ruddust tveir aðrir menn inn í bílinn, sögðust vera vopnaðir og skipuðu ökumanninum út. Hann sá þann kost vænstan að forða sér út úr bílnum og kærði ránið, en mennirnir hurfu út í buskann á bílnum. Eftir því sem fréttastofan kemst næst eru ræningjarnir og bíllinn ófundnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×