Innlent

Hóflegar launahækkanir betri fyrir launþega

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands.
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands.
Hóflegar launahækkanir í komandi kjarasamningum skila sér frekar í vasa launþega heldur en miklar hækkanir. Þetta kom fram í máli Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings Seðlabanka Íslands, á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun.

Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri, Gylfi Zoëga prófessor í hagfræði og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, mættu fyrir hönd peningastefnunefndar á fund efnhags- og viðskiptanefndar Alþingis.

Nefndarmenn spurðu meðal annars um áhrif komandi kjarasamninga á efnahagslífið. Þórarinn sagði að hóflegar launahækkanir skili sér frekar í vasa launþega. Krónan muni styrkjast, vextir lækka og eftirspurn eftir vinnuafli aukast. Of miklar launahækkanir muni leiða til hærri vaxta, veikari krónu og minni eftirspurnar á vinnumarkaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×