Innlent

Hlíðarfjall opnar átta dögum fyrr

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Að sögn Guðmundar Karls Jónssonar, forstöðumanns skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, er góður snjór í fjallinu ogveðrið hefur veirð kalt. „Það er því ekki eftir neinu að bíða með að opna svæðið.“
Að sögn Guðmundar Karls Jónssonar, forstöðumanns skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, er góður snjór í fjallinu ogveðrið hefur veirð kalt. „Það er því ekki eftir neinu að bíða með að opna svæðið.“ mynd/Vilhelm Gunnarsson
Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli opnar rúmri viku fyrr en áætlað var. Svæðið verður opnað á föstudaginn næstkomandi klukkan 16 en til stóð að opna svæðið 30. nóvember.

Að sögn Guðmundar Karls Jónssonar, forstöðumanns skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, er góður snjór í fjallinu ogveðrið hefur veirð kalt. „Það er því ekki eftir neinu að bíða með að opna svæðið.“

Skíðasvæðið hefur áður opnað fyrir áætlaðan tíma en það hefur líka þurft að fresta opnun. „Það er alltaf jákvætt að geta opnað aðeins fyrr,“ segir Guðmundur Karl.

Snjóbyssurnar sem framleiða snjó fóru í gang um síðustu mánaðarmót og að sögn Guðmundar eru þær alltaf settar af stað þegar frostið nær um þremur til fjórum stigum.

Hann segir að veðurspáin fyrir vikuna sé hagstæð skíðafólki því það verði meira og minna frost alla vikuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×