Innlent

Faldi byssu í snjó fyrir lögreglumönnum

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Kristján
Lögreglumenn frá Selfossi höfðu afskipti af manni á sjötugs aldri sem grunaður var um rjúpnaveiði í landi Nesja í Grafningi í gær. Þar er veiði alfarið bönnuð. Maðurinn neitaði að hafa verið að veiða rjúpur og sagðist vera úti að viðra hundinn sinn. Ekki fundust vopn né skot á manninum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Selfossi.

Þegar afskiptum lögreglumannanna að manninum var lokið og hann var lagður af stað frá lögreglumönnunum fundu þeir haglabyssu og skot grafin í sjóinn. Maðurinn hafði þá grafið byssuna og skotin þegar hann sá til lögreglumannanna. Hann var kærður fyrir að hafa verið að ólöglegum veiðum og byssan og skotin voru haldlögð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×