Innlent

Tuttugu ár frá órafmögnuðu tónleikunum með Nirvana

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kurt Cobain
Kurt Cobain Nordicphotos/getty
Fyrir tuttugu árum síðan fóru fram einu eftirminnilegustu tónleikar síðari tíma þegar hljómsveitin Nirvana steig á stokk þann 18. nóvember  árið 1993 í New York.

Um var að ræða tónleika sem voru partur af „MTV Unplugged“ tónleikaröðinni .

Á þeim tíma voru frægar hljómsveitir teknar upp órafmagnaðar og sérstakur þáttur sýndur á sjónvarpstöðinni MTV frá tónleikunum.

Platan „Nirvana Unplugged“ seldist í milljónum eintaka  og vann til fjöldann allan af verðlauna en Kurt Cobain, söngvari Nirvana, tók sitt eigið líf nokkrum mánuðum áður en platan kom út árið 1994.

Hér að ofan má sjá myndskeið frá tónleikunum en tónfróðir menn hafa oftar en ekki litið á þessa tónleika sem upphafið á nýjum tíma í rokkheiminum.

Get More: Nirvana, Music News




Fleiri fréttir

Sjá meira


×