Innlent

Páll ræðir ekki ástæður í dagskrárstjóramáli

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
„Það er bara af ástæðu sem ég kýs að ræða ekki opinberlega,“ segir Páll Magnússon, útvarpsstjóri um þá ákvörðun sína að fresta því að ráða í stöðu dagskrárstjóra útvarps. Eins og Vísir greindi frá fyrir stuttu hefur Páll hætt við að ráða í stöðu dagskrárstjóra.

Starfsmenn RÚV fengu sendan tölvupóst þess efnis, þar segir Páll meðal annars: „Ég hef ákveðið að fresta um sinn að ráða í stöðu dagskrárstjóra útvarps – og fella niður það ferli sem hófst í síðasta mánuði með auglýsingu á starfinu“

Páll segir nokkrar ástæður fyrir ákvörðuninni en hann ætli ekki að ræða þær.

Umsækjendum um starf dagskrárstjóra var tilkynnt um þessa ákvörðun með tölvupósti nokkru áður en stafsmenn RÚV fengu tilkynninguna senda. Páll er ekki viss um hvenær það var nákvæmlega en það hafi líklega verið um klukkan 13 í dag sem umsækjendurnir fengu tilkynninguna.

Hér er listi yfir þá 15 einstaklinga sem sóttu um stöðuna:

Áslaug Baldursdóttir

Davíð Þór Jónsson

Gunnar Gunnarsson

Guðni Tómasson

Helgi Pétursson

Hjálmar Hjálmarsson

Ingi Rafn Sigurðsson

Jóhann Hauksson

Kristján Hreinsson

Magnús R. Einarsson

Ólína Þorvarðardóttir

Sighvatur Jónsson

Sigmundur Ernir Rúnarsson

Snorri Ásmundsson

Þorsteinn Hreggviðsson


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×