Innlent

Listaverkagleraugu komin í leitirnar

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Listaverkið "Painting in my eyes“ komið í leitirnar.
Listaverkið "Painting in my eyes“ komið í leitirnar. Mynd/Úr einkasafni
„Ég heyrði af því að það væri einstaklingur með gleraugun á galleríopnun og á heima þar rétt hjá þannig að ég bara rauk þangað og gómaði manninn,“ segir Logi Bjarnason, myndlistamaður í samtali við Vísi.

Listaverkið „Painting in my eyes“ eftir Loga var stolið af sýningunni Sjötta bindið á Nýlistasafninu þann 18. maí síðastliðinn og Vísir sagði frá, er komið í leitirnar, hálfu ári síðar.

Verkinu var stolið af safninu þegar starfsmaður safnsins brá sér frá og var stuldurinn kærður til lögreglunnar. Logi hafði gefið Nýlistasafninu verkið sitt, sem er nokkurs konar sólgleraugu með sérstakri áferð og Logi segir samtímaverk. Hann beindi því á sínum tíma til þess sem tók verkið að skila því án eftirmála.

„Mig grunaði að við myndum finna þetta á endanum, ég var búinn að gefa því tvö ár. Ísland er lítið land og það sæist strax ef einhver ætlaði sér að ganga um með gleraugun,“ segir Logi, sem reyndist hafa rétt fyrir sér.

„Ég gekk bara upp að manninum sem sagði vin sinn hafa tekið gleraugun og hann sjálfur hefði ekkert vitað um að þeim hefði verið stolið. Ég trúði því rétt mátulega en tók þessu bara sem gildu fyrst ég var kominn með gleraugun í í hendurnar,“ segir Logi.

Logi segir að listaverkið sé ekki síður list en hefðbundið málverk á striga: „Mögulega verða svona samtímalistaverk merkilegri síðar, þegar þau verða klassísk og fólk lærir að meta þau.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×