Íþróttamálaráðherra vonglaður í Zagreb Jakob Bjarnar skrifar 19. nóvember 2013 13:16 Illugi Gunnarsson segir gríðarlega stemmningu meðal Íslendinganna sem nú eru komnir til Króatíu. Illugi Gunnarsson íþróttamálaráðherra flaug til Zagreb í gær. Hann segir mikla stemmningu ríkja meðal Íslendinga sem mættir eru til að fylgjast með leiknum. „Það er heilmikill hugur í okkar mönnum. Maður fann það bara að um leið og við lentum í gærkvöldi. Flugvélin var varla búin að snerta flugbrautina þegar allir hrópuðu: Áfram Ísland. Það gaf til kynna hver stemmningin yrði á leiknum. Þannig að það er heilmikill hugur í öllum, Virkilega fín stemmning, það er ekki hægt að segja annað,“ segir Illugi Gunnarsson. Leikurinn er mikilvægur hvernig sem á það er litið. „Hann er einstakur í íþróttasögu okkar þjóðar. Auðvitað höfum við áður verið í merkilegum sporum, ef svo má segja, eins og til dæmis þegar íslenska handknattleikslandsliðið lék til úrslita í Peking. Síðan er það þessi leikur, sem ræður því hvort Íslandi takist að komast á heimsmeistararmótið í knattspyrnu. Við værum þá fámennasta þjóðin sem hefði unnið það afrek. Ég ætla að segja það líka að nú þegar hefur afrek verið unnið. Þetta er auðvitað stórkostlegur árangur hjá þessum drengjum og sama hver úrslitin verða núna þá getum við öll verið mjög stolt af okkar landsliði.“ En, varðandi hag íþróttahreyfingarinnar... Menn hafa talað um að þetta skipti verulegu máli fjárhagslega. Hafa menn í ráðuneytinu eitthvað skoðað það sérstaklega? „Nei, ég hef nú ekkert sest yfir það nákvæmlega, hvað það myndi þýða? Fyrst er nú þá að reyna að vinna leikinn og sjá svo hvað það þýðir. Aðalatriðið er, burtséð frá fjárhagslega þætti málsins, myndi það vekja heilmikla athygli á landi og þjóð ef okkur tækist þetta. En, vil minna á að stærsta afrekið hefur nú þegar verið unnið. Frammistaða þessa liðs í riðlakeppninni, frammistaðan í leiknum gegn Króatíu heima... auðvitað sýndi það að þarna er um afburða íþróttamenn að ræða. Svo er fjárhagshliðin annað mál en menn hafa þá tækifæri til að setjast yfir það í framhaldinu.“ Illugi er bjartsýnn fyrir leikinn. Spá? Hvernig fer leikurinn? „Ég veit það bara að við eigum möguleika. Við sáum það í leiknum heima á Íslandi að þeir stóðu af sér pressuna verandi einum færri allan seinni hálfleikinn. Ég ætla að leyfa mér að trúa því að við eigum ekkert mikið minni séns en Króatarnir. Auðvitað erum við á heimavelli þeirra. En, við þurfum bara að skora eitt mark og þá setjum við alveg gríðarlega pressu á þá. Þannig að, úr því við eigum séns og eigum von, þá er ekkert annað en láta sig hlakka til.“ Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Sjá meira
Illugi Gunnarsson íþróttamálaráðherra flaug til Zagreb í gær. Hann segir mikla stemmningu ríkja meðal Íslendinga sem mættir eru til að fylgjast með leiknum. „Það er heilmikill hugur í okkar mönnum. Maður fann það bara að um leið og við lentum í gærkvöldi. Flugvélin var varla búin að snerta flugbrautina þegar allir hrópuðu: Áfram Ísland. Það gaf til kynna hver stemmningin yrði á leiknum. Þannig að það er heilmikill hugur í öllum, Virkilega fín stemmning, það er ekki hægt að segja annað,“ segir Illugi Gunnarsson. Leikurinn er mikilvægur hvernig sem á það er litið. „Hann er einstakur í íþróttasögu okkar þjóðar. Auðvitað höfum við áður verið í merkilegum sporum, ef svo má segja, eins og til dæmis þegar íslenska handknattleikslandsliðið lék til úrslita í Peking. Síðan er það þessi leikur, sem ræður því hvort Íslandi takist að komast á heimsmeistararmótið í knattspyrnu. Við værum þá fámennasta þjóðin sem hefði unnið það afrek. Ég ætla að segja það líka að nú þegar hefur afrek verið unnið. Þetta er auðvitað stórkostlegur árangur hjá þessum drengjum og sama hver úrslitin verða núna þá getum við öll verið mjög stolt af okkar landsliði.“ En, varðandi hag íþróttahreyfingarinnar... Menn hafa talað um að þetta skipti verulegu máli fjárhagslega. Hafa menn í ráðuneytinu eitthvað skoðað það sérstaklega? „Nei, ég hef nú ekkert sest yfir það nákvæmlega, hvað það myndi þýða? Fyrst er nú þá að reyna að vinna leikinn og sjá svo hvað það þýðir. Aðalatriðið er, burtséð frá fjárhagslega þætti málsins, myndi það vekja heilmikla athygli á landi og þjóð ef okkur tækist þetta. En, vil minna á að stærsta afrekið hefur nú þegar verið unnið. Frammistaða þessa liðs í riðlakeppninni, frammistaðan í leiknum gegn Króatíu heima... auðvitað sýndi það að þarna er um afburða íþróttamenn að ræða. Svo er fjárhagshliðin annað mál en menn hafa þá tækifæri til að setjast yfir það í framhaldinu.“ Illugi er bjartsýnn fyrir leikinn. Spá? Hvernig fer leikurinn? „Ég veit það bara að við eigum möguleika. Við sáum það í leiknum heima á Íslandi að þeir stóðu af sér pressuna verandi einum færri allan seinni hálfleikinn. Ég ætla að leyfa mér að trúa því að við eigum ekkert mikið minni séns en Króatarnir. Auðvitað erum við á heimavelli þeirra. En, við þurfum bara að skora eitt mark og þá setjum við alveg gríðarlega pressu á þá. Þannig að, úr því við eigum séns og eigum von, þá er ekkert annað en láta sig hlakka til.“
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Sjá meira