Lífið

Kanadískur kúreki gerir allt vitlaust

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Paul Myrehaug skemmtir landsmönnum í vikunni.
Paul Myrehaug skemmtir landsmönnum í vikunni.
„Hann er kannski ekki heimsfrægur en hann er mjög þekktur innan grínbransans," segir Rökkvi Vésteinsson uppistandari og skipuleggjandi Iceland Comedy Festival. Uppistandarinn Paul Myrehaug, sem er kúreki frá Kanada en líka af norskum ættum, skemmtir hér á landi í vikunni.Paul Myrehaug er hávaxinn, með djúpa rödd og talar mjög rólega um efni sitt. Hann er víðförull og notar reynslu sína í gríninu. „Hann er mjög yfirvegaður sama um hvaða rugl hann er að tala og vann meðal annars keppnina The Great Canadian Laugh Off, sem er risastór grínkeppni þar í landi.“Uppistandið fer fram á miðvikudag og fimmtudag á Comedy-klúbbnum í kjallaranum á Bar 11 og hefst klukkan 21.30. Það kostar 2.000 krónur inn en helmingur fjárhæðarinnar fer til Barnaspítala Hringsins. Þá kemur hann einnig fram á Frón á Selfossi á föstudagskvöldið og svo á Paddy´s í Keflavík á laugardagskvöldið.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.