Formaður Devils Choice: "Það er búið að taka okkur af lífi án dóms og laga“ Kristján Hjálmarsson skrifar 24. október 2013 09:51 Karl Þórðarson er formaður Devils Choice á Íslandi. Hann segir félagið ekki vera glæpasamtök. Myndir/borgþór sævarsson „Það er búið að taka okkur af lífi án dóms og laga. Við erum kallaðir glæpamenn í öllum fjölmiðlum án þess að hafa framið nokkurn glæp," segir Karl Þórðarson, formaður mótorhjólasamtakanna Devils Choice. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur ákvað Útlendingastofnun að vísa úr landi sex norskum meðlimum vélhjólagengisins Devils Choice, sem handteknir voru í Leifsstöð við komuna til landsins í gærkvöldi. Studdist stofnunin við hættumat greiningardeildar Ríkislögreglustjóra. Þremur meðlimum gengisins var einnig vísað úr landi í gærdag. Lögreglan býr sig undir að fleiri meðlimir gengisins reyni að komast inn í landið í dag en koma þessara manna tengist fyrirhugaðri hátíð Devils Choice á Íslandi sem fram fer á laugardag. Devils Choice, sem hétur áður Hog Riders, eru stuðningssamtök Vítisengla sem stjórnvöld hafa skilgreint sem glæpasamtök. „Þetta er vægast sagt mjög undarlegt. Við skiljum ekki forsendurnar fyrir því að mennirnir fái ekki að koma inn í landið. Hog Riders hafa verið starfræktir í átta ár og lögreglan hefur ekki enn fundið ástæðu til að kalla okkur glæpasamtök. Við hljótum að vera saklausir þar til við fremjum glæp,“ segir Karl. Spurður hvort Devils Choice á Íslandi sé ekki stuðningsklúbbur Hells Angels segir Karl: „Er það ólöglegt að vera stuðningsklúbbur Hells Angels? Þú ert ekki glæpamaður þótt þú þekkir glæpamann.“ Að sögn Karls ætlar klúbburinn að skoða réttarstöðu sína - jafnvel fara í mál við ríkið. „Þeir sem ætluðu að koma til landsins eru með hreint sakavottorð. Þeir ætluðu að koma hingað með konurnar sínar, dvelja í vikutíma og fara í verslunar- og hestaferðir,“ segir Karl. Þess ber að geta konurnar sem fylgdu norsku mótorhjólamönnunum hingað til lands var sleppt að lokinni skýrslutöku í gær og eru þær frjálsar ferða sinna. Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Sjá meira
„Það er búið að taka okkur af lífi án dóms og laga. Við erum kallaðir glæpamenn í öllum fjölmiðlum án þess að hafa framið nokkurn glæp," segir Karl Þórðarson, formaður mótorhjólasamtakanna Devils Choice. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur ákvað Útlendingastofnun að vísa úr landi sex norskum meðlimum vélhjólagengisins Devils Choice, sem handteknir voru í Leifsstöð við komuna til landsins í gærkvöldi. Studdist stofnunin við hættumat greiningardeildar Ríkislögreglustjóra. Þremur meðlimum gengisins var einnig vísað úr landi í gærdag. Lögreglan býr sig undir að fleiri meðlimir gengisins reyni að komast inn í landið í dag en koma þessara manna tengist fyrirhugaðri hátíð Devils Choice á Íslandi sem fram fer á laugardag. Devils Choice, sem hétur áður Hog Riders, eru stuðningssamtök Vítisengla sem stjórnvöld hafa skilgreint sem glæpasamtök. „Þetta er vægast sagt mjög undarlegt. Við skiljum ekki forsendurnar fyrir því að mennirnir fái ekki að koma inn í landið. Hog Riders hafa verið starfræktir í átta ár og lögreglan hefur ekki enn fundið ástæðu til að kalla okkur glæpasamtök. Við hljótum að vera saklausir þar til við fremjum glæp,“ segir Karl. Spurður hvort Devils Choice á Íslandi sé ekki stuðningsklúbbur Hells Angels segir Karl: „Er það ólöglegt að vera stuðningsklúbbur Hells Angels? Þú ert ekki glæpamaður þótt þú þekkir glæpamann.“ Að sögn Karls ætlar klúbburinn að skoða réttarstöðu sína - jafnvel fara í mál við ríkið. „Þeir sem ætluðu að koma til landsins eru með hreint sakavottorð. Þeir ætluðu að koma hingað með konurnar sínar, dvelja í vikutíma og fara í verslunar- og hestaferðir,“ segir Karl. Þess ber að geta konurnar sem fylgdu norsku mótorhjólamönnunum hingað til lands var sleppt að lokinni skýrslutöku í gær og eru þær frjálsar ferða sinna.
Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Sjá meira