Innlent

Tvær líkamsárásir í borginni í nótt

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Talsvert var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt.
Talsvert var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. mynd/365
Sjö ökumenn voru teknir úr umferð í nótt fyrir akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Fjórir voru undir áhrifum áfengis, tveir undir áhrifum fíkniefna, og einn hafði bæði neytt áfengis og fíkniefna þegar hann settist undir stýri.

Um fjögurleytið var tilkynnt um að maður hefði verið skallaður á Hverfisgötu.  Sá sem varð fyrir árásinni vissi ekki hver árásamaðurinn er og var hann farinn af vettvangi þegar lögregla kom á staðinn.

Skömmu síðar var maður sleginn í Austurstræti og fékk hann slæman skurð í andlit. Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn vegna þessa. Talið er að hann hafi haft einhverskonar eggvopn í hendi þegar hann sló manninn, en árásin virtist með öllu tilefnislaus.  Eggvopnið fannst ekki og hefur því sennilega verið kastað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×