Innlent

Harma niðurskurð til Kvikmyndasjóðs

Friðrik Þór Friðriksson líkir niðurskurði til Kvikmyndasjóð við að „slátra mjólkurkúnni“.
Friðrik Þór Friðriksson líkir niðurskurði til Kvikmyndasjóð við að „slátra mjólkurkúnni“. Mynd/Vilhelm
Félag kvikmyndagerðamanna harmar fréttir um niðurskurð ríkisstjórnarinnar til Kvikmyndasjóðs sem kemur fram í fjárlagafrumvarpinu sem lagt hefur verið fyrir Alþingi. Sú uppbygging og fjárfesting sem hefur átt sér stað í kvikmyndageiranum frá árinu 2012 og varð að veruleika 2013 verður nú að engu og afleiðingar grafalvarlegar fyrir þennan viðkvæma iðnað.

„Þessi niðurskurður mun því miður fyrst og fremst kippa fótunum undan innlendri kvikmyndagerð sem stóð mjög völtum fótum eftir þá atlögu sem var gerð þegar sjóðirnir voru skornir niður um 35% 2009. Nú er fjármagnið skorið niður um 42% sem er hrein atlaga að greininni. Áætla má að rúmlega 200 ársstörf tapist í kvikmyndagerð og ljóst er að bæði þekking og faglegt vinnuafl mun hverfa úr landi.

Fjármögnun íslenskra kvikmynda byggir fyrst og fremst á góðu grunnfjármagni frá Kvikmyndasjóði og það hefur hefur verið sýnt fram á það að hver króna margfaldast við það.

Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður líkti fyrirhugðum niðurskurðaraðgerðum ríksistjórnarinnar við að „slátra mjólkurkúnni“ við tökum heilshugar undir þau orð. Við hvetjum Alþingi til að leiðrétta þennan örlagaríka kúrs og forða íslenskri kvikmyndamenningu frá hruni en við slíkar aðstæður og síendurtekinn niðurskurð getur engin atvinnugrein vaxið og dafnað,“ segir í tilkynningu frá félagi kvikmyndagerðarmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×