Innlent

Ókátir kvikmyndagerðarmenn

Gunnar Valþórsson skrifar
Friðrik Þór Friðriksson hefur sagt að svo virðist sem slátra eigi mjólkurkúnni.
Friðrik Þór Friðriksson hefur sagt að svo virðist sem slátra eigi mjólkurkúnni. Stefán
Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda lýsir yfir miklum vonbrigðum þá ákvörðun stjórnvalda að skera niður framlög til Kvikmyndasjóðs um 42 prósent á næsta ári frá því sem áætlað hafði verið.

Sambandið áætlar að tekjur ríkissjóðs lækki um 615 milljónir vegna þessa, yfir 200 ársverk tapist í greininni og að þjóðarbúið verði af yfir hálfum milljarði í erlendum gjaldeyri, strax á næsta ári.

Í yfirlýsingu sem samþykkt var í gærkvöldi er þetta harmað en að mati kvikmyndagerðarmanna segir það sig sjálft að uppbygging á atvinnugrein sem þurfi sífellt að búa við slík skilyrði hafi sé erfið og ljóst að enn á ný muni Íslendingar sjá á baki að baki margs af færasta fólkinu sem mun leita í vellaunuð störf erlendis. 

Auk þessara efnahagslegu áhrifa segja kvikmyndagerðarmenn ótalin þau menningarverðmæti sem Ísland verði af því gangi þetta eftir verði framleidd færri innlend verk á íslensku, fyrir Íslendinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×