Innlent

Óttast ekki að hótelin standi auð

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Hótelum í Reykjavík mun fjölga um meira  þriðjung á næstu fimm árum. Skrifstofustjóri eignaþróunar hjá Reykjavíkurborg óttast ekki að hótelherbergin eigi eftir að standa auð.

Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar eru í dag 35 hótel með 3.000 herbergjum og 6.300 rúmum í Reykjavík. Verði árleg fjölgun ferðamanna á bilinu 5-7% eins og spár gera ráð fyrir þarf um 180-380 ný herbergi á gististöðum árlega.Framkævmdir eru að hefjast, eða eru hafnar, við sjö stór hótelverkefni í miðborginni með tæplega 1.100 herbergjum sem verða tilbúin á næstu fimm árum. 343 herbergi verða við Höfðatorg, 250 við Hörpu, 159 í gamla Landsímahúsinu, 142 á Hljómalindarreitnum 100 á Hverfisgötu við gamla Nexushúsið og 43 ný hótelherbergi bætast við á Hótel Borg.

Byggingarkostnaður við eitt hótelherbergi er rúmlega 20 milljónir. Í deiglunni er því fjárfesting í ferðaþjónustu í  Reykjavík fyrir 22 millljarða.

„Samkvæmt þeim spám sem að fyrir liggja aum aukningu í ferðamennsku er vissulega þörf á þessum hótelherbergjum. Og þessar spár eru jafnvel hófsamar þar sem það hefur sýnt sig árið í fyrra var yfir þessum spám og árið í ár stefnir hratt í að verða stærsta ferðamannaárið frá upphafi. Við teljum mjög mikilvægt að þessari hóteluppbyggingu verði stýrt þannig að hótelin verði á góðum stöðum. Ekki alltof mikið af gistirými inní íbúðahverfum svo þau ýti íbúunum í burtu. Það er vandasamt að tryggja þetta jafnvægi,“ segir Hrólfur Jónsson, skrifstofustjóri eignaþróunar hjá Reykjavíkurborg.

Hann ótttast ekki að spárnar standist ekki og hótelin endi auð. "Það er eitthvað sem við stöndum frammi fyrir í öllum rekstri að ef að kúnarnir koma ekki þarf að bregðast við með einhverjum hætti. Hótel eru auðvitað mjög sérhæfðar byggingar en það mætti hugsanlega breyta þeim svo hægt sé að nýta þau í annað," segir Hrólfur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×