Innlent

Snjólaust á fimmtudag

Boði Logason skrifar
Það snjóaði töluvert í morgun, eins og íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa orðið varir við og var snjólagið við veðurstofuna í morgun þrettán sentimetrar.

Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, býst við því að snjórinn verði alveg farinn á fimmtudag.

„Þetta er byrjað að hverfa og það var skúr hér rétt áðan. Það er að draga úr þessu en það getur bæst söku él við síðdegis. En í nótt og á morgun verður að mestu þurrt, og það byrjar að hlýna á fimmtudag. Þannig ég á alveg von á því að snjórinn byrji að hverfa á morgun, og verði alveg farinn á fimmtudag,“ segir hún. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×