Skuldir heimilanna lækka Hjörtur Hjartarson skrifar 8. október 2013 18:59 Skuldir heimila halda áfram að lækka og greiðslubyrði þeirra minnkar. Þetta kemur fram í nýju Fjármálastöðugleikariti Seðlabankans. Þar segir jafnframt að gæta verði þess að veikja ekki eiginfjárstöðu bankanna og því verði að stilla væntingum um arðgreiðslur á næstu árum í hóf. Ritið Fjármálastöðugleiki kemur út tvisvar á ári. Ritið sem kom út í apríl er ekki ólíkt því sem var kynnt í morgun. Áhættan í fjármálakerfinu hefur lítið breyst frá síðasta vori, efnahagsbati innanlands heldur áfram og þá hefur hagvöxtur tekið að glæðast í helstu viðskiptalöndum. Í ritinu segir að áhættan í umhverfi fjármálafyritækja fari minnkandi en þó er varað við of mikilli bjartsýni. „Já, þróunin heldur áfram að vera jákvæð, sér í lagi hjá heimilum þar sem endurskipulagningum miðar áfram og lán í vanskilum fækkar. Eignarstaða heimila er líka að batna,“ segir Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri stöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands. Í ritinu kemur fram að skuldir heimilanna hafa lækkað um 3,2 prósent að raunvirði það sem af er þessu ári. Endurútreikningar á ólöglegum lánasamningum ræður þar mestu um. Engu að síður eru vanskil heimila og fyrirtækja enn mikil þó verulega hafi dregið þar úr.Viðnámsþróttur fjármálakerfisins hafi vaxið með hækkandi eiginfjárhlutföllum og minnkandi vanskilum. Það muni aftur styrkja þau í að mæta þeim áhættuþáttum sem steðja muni að fjármálafyrirtækjum á næstu árum.„Áhættuþættir almennt í hagkerfinu eru losun fjármagnshafta og slit gömlu bankanna og hvaða áhrif það getur mögulega haft á okkur. Það er mjög mikilvægt að ná góðri niðurstöðu þar sem hefur ekki slæm áhrif á hagkerfið og stöðugleika þar af leiðandi. Svo bendum við á að endurgreiðsluferill er ansi brattur á næstu árum og eykst sér í lagi, 2015 þegar endurgreiðslur hefjast að fullum þunga á Landsbankabréfunum svokölluðu, eða skuldabréfum sem liggja á milli Landsbankans og LBI sem er gamli Landsbankinn,“ segir Sigríður. Í því ljósi verði að stilla væntingum um verulegar arðgreiðslur til eigenda bankanna í hóf. Svo bankarnir séu í stakk búnir að takast á við hugsanleg áföll í fjármálakerfinu er mikilvægt að fyrirtækin ráði yfir umtalsverðum lausafjár og eiginfjárauka og að grunnrekstur þeirra sé arðsamur. Til að mynda sé ekki með fullu ljóst hvaða afleiðingar afnám fjármagnshaftanna hefur í för með sér. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Skuldir heimila halda áfram að lækka og greiðslubyrði þeirra minnkar. Þetta kemur fram í nýju Fjármálastöðugleikariti Seðlabankans. Þar segir jafnframt að gæta verði þess að veikja ekki eiginfjárstöðu bankanna og því verði að stilla væntingum um arðgreiðslur á næstu árum í hóf. Ritið Fjármálastöðugleiki kemur út tvisvar á ári. Ritið sem kom út í apríl er ekki ólíkt því sem var kynnt í morgun. Áhættan í fjármálakerfinu hefur lítið breyst frá síðasta vori, efnahagsbati innanlands heldur áfram og þá hefur hagvöxtur tekið að glæðast í helstu viðskiptalöndum. Í ritinu segir að áhættan í umhverfi fjármálafyritækja fari minnkandi en þó er varað við of mikilli bjartsýni. „Já, þróunin heldur áfram að vera jákvæð, sér í lagi hjá heimilum þar sem endurskipulagningum miðar áfram og lán í vanskilum fækkar. Eignarstaða heimila er líka að batna,“ segir Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri stöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands. Í ritinu kemur fram að skuldir heimilanna hafa lækkað um 3,2 prósent að raunvirði það sem af er þessu ári. Endurútreikningar á ólöglegum lánasamningum ræður þar mestu um. Engu að síður eru vanskil heimila og fyrirtækja enn mikil þó verulega hafi dregið þar úr.Viðnámsþróttur fjármálakerfisins hafi vaxið með hækkandi eiginfjárhlutföllum og minnkandi vanskilum. Það muni aftur styrkja þau í að mæta þeim áhættuþáttum sem steðja muni að fjármálafyrirtækjum á næstu árum.„Áhættuþættir almennt í hagkerfinu eru losun fjármagnshafta og slit gömlu bankanna og hvaða áhrif það getur mögulega haft á okkur. Það er mjög mikilvægt að ná góðri niðurstöðu þar sem hefur ekki slæm áhrif á hagkerfið og stöðugleika þar af leiðandi. Svo bendum við á að endurgreiðsluferill er ansi brattur á næstu árum og eykst sér í lagi, 2015 þegar endurgreiðslur hefjast að fullum þunga á Landsbankabréfunum svokölluðu, eða skuldabréfum sem liggja á milli Landsbankans og LBI sem er gamli Landsbankinn,“ segir Sigríður. Í því ljósi verði að stilla væntingum um verulegar arðgreiðslur til eigenda bankanna í hóf. Svo bankarnir séu í stakk búnir að takast á við hugsanleg áföll í fjármálakerfinu er mikilvægt að fyrirtækin ráði yfir umtalsverðum lausafjár og eiginfjárauka og að grunnrekstur þeirra sé arðsamur. Til að mynda sé ekki með fullu ljóst hvaða afleiðingar afnám fjármagnshaftanna hefur í för með sér.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira