Skuldir heimilanna lækka Hjörtur Hjartarson skrifar 8. október 2013 18:59 Skuldir heimila halda áfram að lækka og greiðslubyrði þeirra minnkar. Þetta kemur fram í nýju Fjármálastöðugleikariti Seðlabankans. Þar segir jafnframt að gæta verði þess að veikja ekki eiginfjárstöðu bankanna og því verði að stilla væntingum um arðgreiðslur á næstu árum í hóf. Ritið Fjármálastöðugleiki kemur út tvisvar á ári. Ritið sem kom út í apríl er ekki ólíkt því sem var kynnt í morgun. Áhættan í fjármálakerfinu hefur lítið breyst frá síðasta vori, efnahagsbati innanlands heldur áfram og þá hefur hagvöxtur tekið að glæðast í helstu viðskiptalöndum. Í ritinu segir að áhættan í umhverfi fjármálafyritækja fari minnkandi en þó er varað við of mikilli bjartsýni. „Já, þróunin heldur áfram að vera jákvæð, sér í lagi hjá heimilum þar sem endurskipulagningum miðar áfram og lán í vanskilum fækkar. Eignarstaða heimila er líka að batna,“ segir Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri stöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands. Í ritinu kemur fram að skuldir heimilanna hafa lækkað um 3,2 prósent að raunvirði það sem af er þessu ári. Endurútreikningar á ólöglegum lánasamningum ræður þar mestu um. Engu að síður eru vanskil heimila og fyrirtækja enn mikil þó verulega hafi dregið þar úr.Viðnámsþróttur fjármálakerfisins hafi vaxið með hækkandi eiginfjárhlutföllum og minnkandi vanskilum. Það muni aftur styrkja þau í að mæta þeim áhættuþáttum sem steðja muni að fjármálafyrirtækjum á næstu árum.„Áhættuþættir almennt í hagkerfinu eru losun fjármagnshafta og slit gömlu bankanna og hvaða áhrif það getur mögulega haft á okkur. Það er mjög mikilvægt að ná góðri niðurstöðu þar sem hefur ekki slæm áhrif á hagkerfið og stöðugleika þar af leiðandi. Svo bendum við á að endurgreiðsluferill er ansi brattur á næstu árum og eykst sér í lagi, 2015 þegar endurgreiðslur hefjast að fullum þunga á Landsbankabréfunum svokölluðu, eða skuldabréfum sem liggja á milli Landsbankans og LBI sem er gamli Landsbankinn,“ segir Sigríður. Í því ljósi verði að stilla væntingum um verulegar arðgreiðslur til eigenda bankanna í hóf. Svo bankarnir séu í stakk búnir að takast á við hugsanleg áföll í fjármálakerfinu er mikilvægt að fyrirtækin ráði yfir umtalsverðum lausafjár og eiginfjárauka og að grunnrekstur þeirra sé arðsamur. Til að mynda sé ekki með fullu ljóst hvaða afleiðingar afnám fjármagnshaftanna hefur í för með sér. Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sjá meira
Skuldir heimila halda áfram að lækka og greiðslubyrði þeirra minnkar. Þetta kemur fram í nýju Fjármálastöðugleikariti Seðlabankans. Þar segir jafnframt að gæta verði þess að veikja ekki eiginfjárstöðu bankanna og því verði að stilla væntingum um arðgreiðslur á næstu árum í hóf. Ritið Fjármálastöðugleiki kemur út tvisvar á ári. Ritið sem kom út í apríl er ekki ólíkt því sem var kynnt í morgun. Áhættan í fjármálakerfinu hefur lítið breyst frá síðasta vori, efnahagsbati innanlands heldur áfram og þá hefur hagvöxtur tekið að glæðast í helstu viðskiptalöndum. Í ritinu segir að áhættan í umhverfi fjármálafyritækja fari minnkandi en þó er varað við of mikilli bjartsýni. „Já, þróunin heldur áfram að vera jákvæð, sér í lagi hjá heimilum þar sem endurskipulagningum miðar áfram og lán í vanskilum fækkar. Eignarstaða heimila er líka að batna,“ segir Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri stöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands. Í ritinu kemur fram að skuldir heimilanna hafa lækkað um 3,2 prósent að raunvirði það sem af er þessu ári. Endurútreikningar á ólöglegum lánasamningum ræður þar mestu um. Engu að síður eru vanskil heimila og fyrirtækja enn mikil þó verulega hafi dregið þar úr.Viðnámsþróttur fjármálakerfisins hafi vaxið með hækkandi eiginfjárhlutföllum og minnkandi vanskilum. Það muni aftur styrkja þau í að mæta þeim áhættuþáttum sem steðja muni að fjármálafyrirtækjum á næstu árum.„Áhættuþættir almennt í hagkerfinu eru losun fjármagnshafta og slit gömlu bankanna og hvaða áhrif það getur mögulega haft á okkur. Það er mjög mikilvægt að ná góðri niðurstöðu þar sem hefur ekki slæm áhrif á hagkerfið og stöðugleika þar af leiðandi. Svo bendum við á að endurgreiðsluferill er ansi brattur á næstu árum og eykst sér í lagi, 2015 þegar endurgreiðslur hefjast að fullum þunga á Landsbankabréfunum svokölluðu, eða skuldabréfum sem liggja á milli Landsbankans og LBI sem er gamli Landsbankinn,“ segir Sigríður. Í því ljósi verði að stilla væntingum um verulegar arðgreiðslur til eigenda bankanna í hóf. Svo bankarnir séu í stakk búnir að takast á við hugsanleg áföll í fjármálakerfinu er mikilvægt að fyrirtækin ráði yfir umtalsverðum lausafjár og eiginfjárauka og að grunnrekstur þeirra sé arðsamur. Til að mynda sé ekki með fullu ljóst hvaða afleiðingar afnám fjármagnshaftanna hefur í för með sér.
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sjá meira