Innlent

Heitavatnslaust í Árbæ á morgun

Starfsmenn Orkuveitunnar að störfum. Mynd úr safni.
Starfsmenn Orkuveitunnar að störfum. Mynd úr safni. Mynd/Pjetur
Heitavatnslaust verður í hluta Árbæjarhverfis, á Ártúnsholti og atvinnuhverfinu á Hálsunum á morgun frá klukkan 6:00 til 19:00 vegna tenginga Orkuveitu Reykjavíkur.

Orkuveitan bendir fólki á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju.

Þá er ráðlegt að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að síður kólni í húsum.

„Tilkynningar hafa verið bornar í hús, haft samband við fyrirtæki á svæðinu og þeir íbúar sem eru með farsímanúmerin sín skráð á sín heimilisföng fá SMS skeyti um lokunina," segir í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×