Innlent

Ók á þremur hjólum undan lögreglunni

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Lögreglan gerði í kvöld umfangsmikla eftirför eftir ökumanni á fertugsaldri sem hafði stolið bifreið eftir árekstur við Rauðavatn í Reykjavík. Tveir bílar lentu í árekstri við Rauðavatn og skemmdist önnur bifreiðin talsvert. Ökumaður þeirrar bifreiðar stal þá hinni bifreiðinni og lét sig hverfa af vettvangi.

Lögreglan gerði eftirför eftir manninum. Við Byko í Kópavogi fór annað framdekk bílsins undan. Ökumaðurinn lét sér hins vegar ekki segjast og hélt áfram för sinni. Hann þeystist í gegnum íbúðarhverfi í Kópavogi og ók á móti umferð á Reykjavíkurvegi við Hamraborg. Við það skapaðist mikil hætta og þykir mikill mildi að ekki skildi verða árekstur er maðurinn ók á móti umferð.

Að sögn Þorvaldar Sigmarssonar, varðstjóra hjá lögreglunni í Kópavogi, þá tóku átta bifreiðar lögreglunnar þátt í eftirförinni og tókst loks að að stöðva manninn á Kringlumýrarbraut við Bústaðarveg. Lögreglan hafði þá í þrígang ekið utan í bifreiðina sem maðurinn hafði stolið. Maðurinn var handtekinn og færður í fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×