Innlent

Þór hélt vöku fyrir Vesturbæingum

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Eldvarnarkerfi varðskipsins Þórs fór í gang á tólfta tímanum í kvöld og ómaði úr lúðrum skipsins yfir vesturhluta Reykjavíkur. Mikið ónæði skapaðist vegna þessa og voru margir sem vöknuðu við skipslúðurinn.

Að sögn landhelgisgæslunnar þá fór eldvarnarkerfi Þórs í gang vegna bilunar. Búið er að slökkva á kerfinu. Ekki var nein hætta á ferðum en eflaust hafa margir í vesturhluta Reykjavíkur átt erfitt með að festa svefn meðan eldvarnarkerfið var í gangi.

Hér að neðan má heyra hljóðdæmi sem tekið var í gegnum eldhúsglugga á Vesturgötunni í Reykjavík. Eldvarnarkerfið var í gangi í um 15 mínútur og vakti litla lukku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×