Innlent

Skinnsemi leitar að sirkusfólki

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Skinnsemi fullorðinssirkus heldur opnar prufur fyrir fólk sem vill hlaupast á brott með sirkus.
Skinnsemi fullorðinssirkus heldur opnar prufur fyrir fólk sem vill hlaupast á brott með sirkus. Aðsend mynd
Skinnsemi, íslenskur fullorðinssirkus, leitar að fólki í sirkus.

Leitað er að skápatrúðum, tækifærisstrípalingum, hljóðfæraleikurum, feitum ballerínum, liðugu fólki, sterku fólki, öfuguggum (innan „skinnsamlegra“ marka), söngvurum, vitleysingum, lista- og lostafólki.

Prufan fer fram 10. október og þurfa áhugasamir að sækja um fyrir miðnætti 30. september á rafrænu umsóknareyðublaði.

Þeir sem heilla stjórnendur sirkusins gætu verið innlimaðir í Skinnsemi og jafnvel ferðast með sirkusnum um Ísland næsta sumar þegar hópurinn fer á flakk með stóra sirkustjaldið sem safnað var fyrir í lok sumars.

Aldurstakmark áhorfenda og skemmtikrafta eru 20 ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×