Innlent

Samþykkja greiðsluhlé á meðlögum

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Gunnar Kristinn Þórðarson er formaður Samtaka meðlagsgreiðenda.
Gunnar Kristinn Þórðarson er formaður Samtaka meðlagsgreiðenda. mynd/365
Stjórn samtaka meðlagsgreiðenda hefur samþykkt að boða til greiðsluhlés meðlaga í desembermánuði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá samtökunum.

Eins og fram hefur komið hefur fram á Vísi er það mat samtakanna meðlagsgreiðendur standi verulega höllum fæti í samfélaginu og yfir helmingur umgengnisforeldra sé á vanskilaskrá.

Meðlagsgreiðendur standa verulega höllum fæti í samfélaginu

Samtökin hafa óskað eftir samstarfi Sambands íslenskra sveitarfélaga við að koma á siðbótum í viðskiptum við stofnanir sveitarfélaganna um meðlagsgreiðslur að því er fram kemur í tilkynningunni.

Boði samtakanna var hafnað samhljóða á stjórnarfundi Samabandsins. Samtökin skora því á alla meðlagsgreiðendur sem greiða til Innheimtustofnunar sveitarfélaga að taka þátt í greiðsluhléinu, eigi þeir kost á því. Samtökin óska jafnframt eftir stuðningi lögheimilisforeldra og samfélagsins alls í þessum aðgerðum.

Samtökin hvetja meðlagsgreiðendur til þess að leggja peninginn fyrir og greiða skuldina að loknu greiðsluhléi. Hins vegar ber að geta þess að samtökin áskilja sér rétt að lengja greiðsluhléið ef nauðsyn krefur.

Samtökin árétta að eingöngu er átt við greiðslur til Innheimtustofnunar en ekki meðlagsgreiðslur sem greiddar eru án aðkomu stofnunarinnar. Auk þess hvetja samtökin meðlagsgreiðendur til að létta undir með lögheimilisforeldrum með að bjóða þeim aukna umgengni við börn sín. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×