Íslenski boltinn

Atli Viðar fékk gullskóinn

Atli Viðar Björnsson.
Atli Viðar Björnsson.
FH-ingurinn Atli Viðar Björnsson varð markahæsti leikmaður Pepsi-deildar karla og fær að launum gullskóinn eftirsótta.

Atli Viðar skoraði tvö mörk fyrir FH í 4-0 sigri á Stjörnunni í baráttunni um annað sætið í deildinni.

Atli Viðar skoraði 13 mörk rétt eins og Viðar Örn Kjartansson og Gary Martin. Atli spilaði aftur á móti fæstar mínútur og fær því gullskóinn.

Þetta er í fyrsta skipti sem Atli fær gullskóinn en Dalvíkingurinn hafði áður fengið bæði silfur- og bronsskóinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×