Innlent

Glæpagengi nota Twitter í auknum mæli

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Í síðustu viku birtu samtök herskárra íslamista í Sómalíu, al-Shabab, nokkrar færslur á Twitter þar sem þeir vörðu gíslatökuna í verslunarmiðstöðinni í Nairóbí.
Í síðustu viku birtu samtök herskárra íslamista í Sómalíu, al-Shabab, nokkrar færslur á Twitter þar sem þeir vörðu gíslatökuna í verslunarmiðstöðinni í Nairóbí.
Pólitískir öfgahópar, glæpamenn og gengi notfæra sér Twitter í auknum mæli til að koma skilaboðum sínum á framfæri, auglýsa varning sinn eða leita eftir nýjum meðlimum. Í síðustu viku birtu samtök herskárra íslamista í Sómalíu, al-Shabab, nokkrar færslur á Twitter þar sem þeir vörðu gíslatökuna í verslunarmiðstöðinni í Nairóbí, birtu myndir af sér inn í verslunarmiðstöðinni og hótuðu meira blóðugu ofbeldi.

Yfirvöld segja einnig að vændiskonur og eiturlyfjasalar eigi einnig auðvelt með að auka viðskipti sín í gegnum samskiptamiðilinn. Lögregluyfirvöld segja þetta þó vera eins og tvíeggjað sverð, þar sem lögreglan getur fylgst með allri ólöglegri starfsemi sem á sér stað á Twitter.

Evan Kohlmann, hjá netöryggisfyrirtækinu Flashpoint sem sérhæfir sig í netsamskiptum öfgahópa, segir að hóparnir velji að notfæra sér Twitter þar sem auðvelt er að skrá sig inn undir nafnleynd og láta þannig gamminn geysa. "Þessir hópar vita að þeir þurfa að ná til eins margra og mögulegt er. Til þess nota þeir bæði Twitter og Facebook."

Nánar er fjallað um málið á vef USA today.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×