"Finnst eins og verið sé að sópa sannleikanum undir sófa" 16. september 2013 18:42 Heiður Óttarsdóttir, missti eiginmann sinn, Pál Valdimar Kolka úr eitlakrabbameini í maí, 2011 en hann greindist með krabbamein í lok ágúst, ári áður. Saman eignuðust þau þrjú börn sem eru í dag sex, tólf og tuttugu og tveggja ára. Páll var 51 árs þegar hann lést. Að mati Heiðar voru fyrstu mistökin gerð strax í upphafi. Fjórtán dögum eftir að Páll fór í sína fyrstu rannsókn vegna gruns um að hann væri með krabbamein fékk þá niðurstöðu að hann væri ekki með krabbamein. Einkennin ágerðust þó og eftir frekari rannsóknir og sýnatökur hjá alls sjö læknum fengu þau hjónin staðfest að Páll væri með krabbamein í eitlum. Þá voru tæpir tveir mánuðir liðnir frá því að Páll fór fyrst í rannsókn. Meðferðarlæknir Páls viðurkenndi síðar að þessi tími sem fór til spillis hefði getað skipt sköpum. „Á þessum tíma var hann bara hraustur og við ágæta heilsu fyrir utan þessi einkenni sem hann hafði. Síðan á þeim tíma sem hann greinist með krabbameinið þá verður ákveðin stökkbreyting og hann veikist hastarlega," segir, Heiður. Páll fór fljótlega stranga og erfiða lyfjameðferð. Að mati Heiðar var greinilegt frá upphafi að krabbameinsdeild Landsspítalans var undirmönnuð. „Við fundum helst fyrir manneklunni með tímaleysi og ekki nægri eftirfylgni. Okkur fannst þegar að hann fór að svara lyfjum illa í kringum áramótin, þá fannst okkur allar ákvarðanir verða fálmkenndar og maður hafði á tilfinningunni að það væri verið að draga upp úr hatti hvaða lyf ætti að velja næst.“Páll Valdimar KolkaHeiði og Páli fór að gruna að hann væri með tvær tegundir af krabbameini eftir að hafa ráðfært sig við lækna í Svíþjóð. Þeirri tilgátu var hinsvegar hafnað af krabbameinslækni Páls. „Það var ekki fyrr en tveimur vikum áður en hann lést að okkur er sagt að hann sé með tvær undirliggjandi tegundir af eitlakrabbameini og hann náttúrulega var bara meðhöndlaður af öðru þeirra.“ Páll lést 8.maí. Alla tíð síðan hefur Heiður leitast eftir að fá svör við þeim fjölmörgum spurningum sem vöknuðu á meðan baráttu Páls stóð hjá meðal annars Landlæknisembættinu og sjúkratryggingum. „Hann deyr með alltof mörg „ef“. Og það er ekki gott. Og líka sit ég hér eftir með þessi ef. Ég er búin að vera að leitast eftir að svör við þeim spurningum en við þeirri ósk minni hefur ekki orðið, því miður...Að mínu mati er þöggun, leyndarhyggja. Mér finnst bara eins og það sé verið að sópa sannleikanum undir sófa.“ „Ég vil bara fá svör. Það er ekkert sem ég vil frekar en að ljúka þessu, bara svo ég geti haldið áfram.“ „Telurðu að betri meðhöndlun og minni niðurskurður á Landsspítalanum hefði getað bjargað lífi eiginmanns þíns?“ „Já, ég tel það.“ Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira
Heiður Óttarsdóttir, missti eiginmann sinn, Pál Valdimar Kolka úr eitlakrabbameini í maí, 2011 en hann greindist með krabbamein í lok ágúst, ári áður. Saman eignuðust þau þrjú börn sem eru í dag sex, tólf og tuttugu og tveggja ára. Páll var 51 árs þegar hann lést. Að mati Heiðar voru fyrstu mistökin gerð strax í upphafi. Fjórtán dögum eftir að Páll fór í sína fyrstu rannsókn vegna gruns um að hann væri með krabbamein fékk þá niðurstöðu að hann væri ekki með krabbamein. Einkennin ágerðust þó og eftir frekari rannsóknir og sýnatökur hjá alls sjö læknum fengu þau hjónin staðfest að Páll væri með krabbamein í eitlum. Þá voru tæpir tveir mánuðir liðnir frá því að Páll fór fyrst í rannsókn. Meðferðarlæknir Páls viðurkenndi síðar að þessi tími sem fór til spillis hefði getað skipt sköpum. „Á þessum tíma var hann bara hraustur og við ágæta heilsu fyrir utan þessi einkenni sem hann hafði. Síðan á þeim tíma sem hann greinist með krabbameinið þá verður ákveðin stökkbreyting og hann veikist hastarlega," segir, Heiður. Páll fór fljótlega stranga og erfiða lyfjameðferð. Að mati Heiðar var greinilegt frá upphafi að krabbameinsdeild Landsspítalans var undirmönnuð. „Við fundum helst fyrir manneklunni með tímaleysi og ekki nægri eftirfylgni. Okkur fannst þegar að hann fór að svara lyfjum illa í kringum áramótin, þá fannst okkur allar ákvarðanir verða fálmkenndar og maður hafði á tilfinningunni að það væri verið að draga upp úr hatti hvaða lyf ætti að velja næst.“Páll Valdimar KolkaHeiði og Páli fór að gruna að hann væri með tvær tegundir af krabbameini eftir að hafa ráðfært sig við lækna í Svíþjóð. Þeirri tilgátu var hinsvegar hafnað af krabbameinslækni Páls. „Það var ekki fyrr en tveimur vikum áður en hann lést að okkur er sagt að hann sé með tvær undirliggjandi tegundir af eitlakrabbameini og hann náttúrulega var bara meðhöndlaður af öðru þeirra.“ Páll lést 8.maí. Alla tíð síðan hefur Heiður leitast eftir að fá svör við þeim fjölmörgum spurningum sem vöknuðu á meðan baráttu Páls stóð hjá meðal annars Landlæknisembættinu og sjúkratryggingum. „Hann deyr með alltof mörg „ef“. Og það er ekki gott. Og líka sit ég hér eftir með þessi ef. Ég er búin að vera að leitast eftir að svör við þeim spurningum en við þeirri ósk minni hefur ekki orðið, því miður...Að mínu mati er þöggun, leyndarhyggja. Mér finnst bara eins og það sé verið að sópa sannleikanum undir sófa.“ „Ég vil bara fá svör. Það er ekkert sem ég vil frekar en að ljúka þessu, bara svo ég geti haldið áfram.“ „Telurðu að betri meðhöndlun og minni niðurskurður á Landsspítalanum hefði getað bjargað lífi eiginmanns þíns?“ „Já, ég tel það.“
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira