Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin: Ástandið á Hásteinsvellinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hörður Magnússon fór yfir málin í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi með sérfræðingunum Tómasi Inga Tómassyni og Reyni Leóssyni en til umræðu voru fjórir leikir í 20. umferð sem fóru fram í gær. Þeir félagar ræddu meðal annars ástandið á Hásteinsvellinum í gær þar sem að ÍBV vann 1-0 sigur á Stjörnunni með marki á þriðju mínútu í uppbótartíma.

„Þeir töluðu mikið um völlinn því hann er í afar slæmu ásigkomulagi," byrjaði Hörður Magnússon umræðuna um Hásteinsvöllinn en þá stóðst Tómas Ingi Tómasson ekki freistinguna og skellti einum fimmaura brandara í loftið.

Það er hægt að heyra brandara Tómasar Inga sem og viðbrögð hinna í settinu með því að smella hér fyrir ofan en þar rifjuðu þeir Tómas Ingi og Reynir meðal annars upp úrslitaleik ÍA og ÍBV á Íslandsmótinu 2001.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×