Innlent

Mikinn reyk leggur frá Trésmiðjunni

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Mynd af vettvangi
Mynd af vettvangi mynd/Hallvarður Níelsson
Íbúar á Akranesi hafa orðið eldsins varir og segja mikinn eld hafa verið í Trésmiðjunni á Akranesi en eldur kom upp þar á tíunda tímanum í kvöld.

Magnús Óskarsson, íbúi á Akranesi segir að það séu þrjú fyrirtæki í húsinu en að sér hafi sýnst að slökkviliðið væri búið að koma í veg fyrir að eldurinn færi í næsta bil, þar sem er vélaverkstæði. Hann sagði að það væri heppni hvað veðrið væri gott, en í kvöld sé fyrsta lognið í langan tíma.

Magnús sagði að það hefði slatti af fólki gert sér ferð þangað uppeftir en björgunarsveitir hefðu lokað götunni og komið í veg fyrir að fólk færi of nálægt eldinum. Hann sagði að enn væri þó nokkur eldur í húsinu og mikinn reyk legði frá svæðinu.

"Það var mikill eldur í húsinu og reykur yfir allt. Við erum nokkrum húsum frá en sáum eldinn samt koma upp fyrir húsið," Valgerður Guðjónsdóttir, starfsmaður Olís við Esjubraut á Akranesi.

"Það var þvílíkt bál og það leggur reykur yfir allan bæinn," segir Margrét Egilsdóttir íbúi á Akranesi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×