Innlent

Dæmdur í farbann í Hæstarétti

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Hæstiréttur Íslands
Hæstiréttur Íslands Mynd/GVA
Karlmaður hefur verið dæmdur í farbann af Hæstarétti Íslands, grunaður um aðild að fíkniefnaviðskiptum. Maðurinn er grunaður um aðild að stórfelldu fíkniefnalagabroti.

Lögreglan í Kaupmannahöfn gaf út norræna handtökuskipun á hendur manninum þann 13. september síðastliðinn. Maðurinn mun haf reynt að kaupa hálft kíló af kókaíni í Kaupmannahöfn ásamt tveimur öðrum mönnum. Þá hafi hann verið með tæpt hálft kíló kókaíns á hóteli í Kaupmannahöfn 15. nóvember, ásamt hinum mönnunum.

Dönsk yfirvöld fóru fram á að maðurinn yrði framseldur og var hann handtekinn á höfuðborgarsvæðinu á mánudag. Ríkissaksóknari fór fram á að maðurinn sætti gæsluvarðhaldi uns búið væri að úrskurða um framsal hans til Danmerkur. Því hafnaði hvort tveggja Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur en úrskurðaði manninn í farbann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×